Mikil ánægja með reykbann

Danir virðast almennt vera ánægðir með reykingabann á veitingastöðum.
Danir virðast almennt vera ánægðir með reykingabann á veitingastöðum. Reuters

Mikil ánægja er með lögin um takmarkanir við reykingum á vinnustöðum og veitingahúsum í Danmörku nú þegar tvö ár eru liðin frá því að þau tóku gildi. Lögin njóta svo mikils stuðnings, þrátt fyrir hörð mótmæli í upphafi, að margir hafa fært reglurnar yfir á heimilin.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem danska dagblaðið Politiken birtir í dag. Rúm 70% aðspurðra sögðu að reglurnar um takmarkanir við reykingum á vinnustöðum væru annaðhvort hæfilegar eða of mildar. Um 68% sögðu að takmarkanirnar við reykingum á veitingahúsum væru annaðhvort hæfilegar eða ekki nógu strangar.

Jakob Axel Nielsen, heilbrigðisráðherra Danmerkur, sagði það koma á óvart hversu mikil stuðningurinn við lögin væri í ljósi andstöðunnar við þau í upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka