Allt að 15.000 manns mótmæltu í gærkvöldi aðgerðum dönsku lögreglunnar gegn hópi íraskra flóttamanna. Mótmælin fóru friðsamlega fram en áhlaup lögreglunnar á Brorsens kirkjuna í gær þótti harkalegt. Þar voru 17 Írakar handteknir sem höfðu dvalið í kirkjunni ólöglega undarnfarna mánuði.
Mótmælagangan hófst við Brorsens kirkjuna á Norðurbrú og gengið var um Kaupmannahöfn, kröfðust margir mótmælendanna að Írakarnir yrðu ekki sendir úr landi. Lögreglan sagði að 10-15.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en aðstandendur mótmælagöngunnar sagði um 25.000 hafa tekið þátt.
„Ég vil skora á skynsamt fólk, sem er í Vinstriflokknum og hjá Íhaldinu að taka á málinu,“ hafði Berlingske eftir Jytte Christiansen, einum mótmælendanna.
Einnig var efnt til friðsamlegra mótmæla í Árhúsum og Álaborg.