Lausnargjalds krafist

Skipið Arctic Sea.
Skipið Arctic Sea. Reuters

Finnsk­ir eig­end­ur flutn­inga­skips­ins Arctic Sea, sem hvarf á Ermar­sundi fyr­ir hálf­um mánuði, segj­ast hafa fengið kröfu um lausn­ar­gjald fyr­ir skipið. Mik­il leit hef­ur verið gerð að Arctic Sea og bár­ust frétt­ir af því í gær, að til þess hefði sést í ná­grenni Græn­höfðaeyja við vest­ur­strönd Afr­íku.

„Jú, það er rétt að það hef­ur komið fram krafa um lausn­ar­gjald og kröf­unni hef­ur verið beint til fyr­ir­tæk­is­ins, sem á skipið, Sol­hart Mana­gement í Finn­landi," sagði Jan Nyholm, yf­ir­lög­regluþjónn í Finn­landi við AFP.  

Arctic Sea hvarf 28. júlí sl.skömmu eft­ir að það hélt inn í Ermar­sund og hafa mikl­ar vanga­velt­ur verið um af­drif þess, hvort skip­inu hafi verið rænt eða það sé með leyni­leg­an farm inn­an­borð, en upp­haf­lega átti skipið að sigla með timb­urfarm frá Finn­landi til Als­ír. Áhöfn skips­ins er rúss­nesk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert