Hóta að beita kjarnavopnum

Mótmælafundur gegn kjarnorkubrölti N-Kóreumanna í höfuðborg S-Kóreu
Mótmælafundur gegn kjarnorkubrölti N-Kóreumanna í höfuðborg S-Kóreu JO YONG-HAK

Yf­ir­völd í Norður-Kór­eu hafa for­dæmt heræf­ing­ar Banda­ríkja­manna og Suður-Kór­eu­manna sem hefjast á morg­un í Suður-Kór­eu. Sögðust þau myndu þurrka rík­in út ef þau ógnuðu komm­ún­ista­rík­inu norðan landa­mær­anna. Norður Kórea for­dæm­ir reglu­lega æf­ing­ar af þessu tagi og kall­ar þær und­ir­bún­ing að inn­rás og kjarn­orku­árás­um á ríkið.

„Muni banda­rísku heimsvalda­sinn­arn­ir og hóp­ur Lee Myung-bak [for­seta Suður-Kór­eu] ógna Norður-Kór­eu með kjarna­vopn­um mun­um við svara fyr­ir okk­ur með kjarna­vopn­um,“ er haft eft­ir Norður-Kór­esk­um hers­höfðingja.

Suður-kór­eski her­inn tel­ur um 670.000 her­menn og í land­inu eru 28.500 banda­rísk­ir her­menn til liðsauka. Her norðan­manna stend­ur sam­an af 1.2 millj­ón­um her­manna en hann er sagður illa bú­inn og ekki tal­inn geta staðið upp í hár­inu á ná­grönn­um sín­um og banda­manni þeirra.

Tækni­lega geys­ar enn stríð milli ná­granna­ríkj­anna en aldrei var samið um frið eða vopna­hlé í Kór­eu­stríði ár­anna 1950-1953.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert