Neita orðrómi um farm Arctic Sea

Arctic Sea
Arctic Sea

Finnsk stjórn­völd höfnuðu al­farið í dag orðrómi um að flutn­inga­skipið Arctic Sea væri með kjarn­orku um borð. Yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Finn­lands seg­ir að mæl­ing­ar hafi verið gerðar á skip­inu áður en það lét úr finnskri höfn og sagði frétt­ir breskra og finnskra fjöl­miðla um að skipið hafi flutt kjarn­orkufarm leyni­lega, heimsku­leg­ar.

Alþjóðleg leit stend­ur yfir af skip­inu sem hvarf á Ermar­sundi fyr­ir tveim­ur vik­um síðan. Hafa Rúss­ar og Atlants­hafs­banda­lagið nú bæst í þann hóp. Á föstu­dag bár­ust fregn­ir af því að sést hafði til skips­ins við Græn­höfðaeyj­ar í Afr­íku.

Í gær var greint frá því að finnsk­ir eig­end­ur Arctic Sea hafi  fengið kröfu um lausn­ar­gjald fyr­ir skipið.

„Jú, það er rétt að það hef­ur komið fram krafa um lausn­ar­gjald og kröf­unni hef­ur verið beint til fyr­ir­tæk­is­ins, sem á skipið, Sol­hart Mana­gement í Finn­landi," sagði Jan Nyholm, yf­ir­lög­regluþjónn í Finn­landi við AFP í gær.

Í Þýska­landsút­gáfu Fin­ancial Times kem­ur fram að kraf­ist sé 1,5 millj­ón dala í lausn­ar­gjald.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert