Alræmdur stríðsherra snýr aftur til Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistan.
Hamid Karzai, forseti Afganistan. Reuters

Illræmdur afganskur stríðsherra sem sakaður er um að hafa myrt hundruðir, ef ekki þúsundir, af föngum og síðan eytt sönnunargögnum sneri aftur til Afganistan á sunnudag vegna þess sem virðist vera pólitískt samkomulag við Hamid Karzai, forseta landsins.

Abdul Rashid Dostum, hershöfðingi, sneri aftur frá Tyrklandi í gær, fjórum dögum fyrir forsetakosningar landsins en talið er að stuðningur hans gæti stuðlað að því að stuðningur við forsetann yxi um meira en 50%, en þá slyppi forsetinn við aðra umferð kosninga.

Karzai hefur verið gagnrýndur fyrir að styrkja stöðu sína með því að semja við stríðsherra eins og Dostum og aðra sem tendir eru ópíumframleiðslu landsins.

Dostum fylgir talsverður farangur. Ítrekað hafa verið bornar upp ásakanir um að menn hans beri ábyrgð á dauða yfir 2000 meintum talibönskum og al Qaida föngum árið 2001 en þá vann Dostum náið með bandarískum sérsveitum og njósnurum í Norður-Afganistan.

Samkvæmt fréttavef McClatchy gróf fréttavefurinn upp þær upplýsingar á síðasta ári að Dostum hefði síðar leitt aðgerð þar sem líkamsleifar fólksins voru fjarlægðar og þeim eytt til þess að dylja glæpinn.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði nýlega að hann væri búinn að biðja öryggissveitir að afla eins mikilli upplýsinga um málið og hægt væri til þess að ákveða hvort nauðsynlegt er að hefja fulla, formlega rannsókn.

Talsmaður Karzai sagði við blaðamenn að það væri engin ástæða af hverju Dostum mætti ekki snúa heim.

Hundruðir fylgismanna Dostums fagnaði honum ákaflega við komuna á Kabúlflugvöll og myndaði bílalest á eftir bíl til borgarinnar. Var skotið fagnaðarskotum af rifflum og bílflautur þeyttar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert