Efasemdir um tólfbura

Stjórnvöld í Túnis eru að rannsaka hvort eitthvað sé hæft í fullyrðingum um að kona þar í landi eigi von á tólf börnum. Fjölmiðlar í Frakklandi og Bretlandi hafa sagt frá því, að konan eigi von á sex drengjum og sex stúlkum.

AP fréttastofan hefur eftir embættismanni í Túnis, að þessar fréttir séu vafasamar, og konan, sem ekki hefur verið nefnd, hafi neitað að leita til læknis til að fara í sónarskoðun.

Annar embættismaður í heilbrigðisráðuneyti landsins sagði að sendinefnd hefði verið send til bæjarins Gafsa til að reyna að hitta konuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert