Meirihluti Dana vill búrkurnar burt

Búrka. Komin er upp sú tillaga á þingi að konur …
Búrka. Komin er upp sú tillaga á þingi að konur megi ekki klæðast þeim á almannafæri. Reuters

Þrátt fyrir að tillaga um bann við búrkum á almannafæri sé afar umdeild á danska þinginu fær tillagan mikinn stuðning meðal danskra kjósenda. Þetta leiðir ný skoðanakönnun í ljós.

Mikil óeining ríkir innan dönsku stjórnarflokkanna sem og annarra um tillögu Íhaldssama þjóðarflokksins um að banna beri búrkur á almannafæri. Ny skoðanakönnun Politiken og TV2 leiðir samt í ljós að 56% kjósenda styðja hana. Aðeins 30% eru henni mótfallnir. Segir í niðurstöðum að svo margir hafi svarað að telja megi að niðurstöðurnar gefi góða eða mjög góða mynd af áliti danskra kjósenda.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert