Bað Líbýumenn afsökunar

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu.
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu. Reuters

Hans-Rudolf Merz, forseti Sviss, bað líbýsku þjóðina í dag afsökunar á því að Hannibal Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga, skyldi hafa verið handtekinn í Genf fyrir ári. 

„Ég vil biðja líbýsku þjóðina afsökunar á óréttmætri handtöku líbýskra sendimanna," sagði Merz á blaðamannafundi með Baghdadi Mahmudi, forsætisráðherra Libýu.

Hannibal og eiginkona hans, sem þá var þunguð, voru handtekin á hóteli í Genf í júlí í fyrra eftir að tveir þjónar hjónanna höfðu kær þau fyrir misþyrmingar. Hjónin voru leyst úr haldi eftir tvo daga gegn tryggingu en þjónarnir drógu kæruna til baka í kjölfarið og sögðust hafa fengið fébætur.

Líbýustjórn brást við með því að stöðva olíuflutninga til Sviss, taka út fjármuni úr svissneskum bönkum, hætta tvíhliða samvinnu á ýmsum sviðum og beita svissnesk fyrirtæki þvingunum.

Þá var tveimur svissneskum kaupsýslumönnum, sem störfuðu í Líbýu, bannað að yfirgefa landið.  Merz sagði á blaðamannafundinum í dag að hann hefði fengið staðfestingu Líbýustjórnar á að mennirnir fái að fara úr landi fyrir 1. september.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert