Ísraelsmenn deila á Svía

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, er leiðtogi flokks sem er lengst …
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, er leiðtogi flokks sem er lengst til hægri í ísraelskum stjórnmálum. Reuters

Stjórn­völd í Ísra­el ætla að senda Sví­um form­leg mót­mæli vegna frétt­ar, sem birt­ist í sænska blaðinu Aft­on­bla­det á mánu­dag þar sem gefið var í skyn, að ísra­elsk­ir her­menn dræpu Palestínu­menn til að selja úr þeim líf­færi.

Í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyti Ísra­els seg­ir, að Avigdor Lie­berm­an, ut­an­rík­is­ráðherra, muni senda Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svía, harðorð mót­mæli vegna þess að sænska ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi ekki tekið und­ir gagn­rýni sendi­herra Svía í Ísra­el á frétt­ina. 

„Það er harmað, að sænska ut­an­rík­is­ráðuneytið skuli ekki grípa inn í þegar um er að ræða móðgandi árás­ir á gyðinga, sem minn­ir á af­stöðu Svía í síðari heims­styrj­öld­inni þegar þeir sátu einnig með hend­ur í skauti," er haft eft­ir Lie­berm­an í yf­ir­lýs­ing­unni. „Frelsi fjöl­miðla þýðir að þeir hafa frelsi til að prenta sann­leik­ann en ekki lyg­ar."

Blaðaf­rétt­in, sem deilt er um, var skrifuð af lausa­mann­in­um Don­ald Boström. Hann sagði sagði frá fundi með ætt­ingj­um Palestínu­manns, sem lést í átök­um við ísra­elska her­menn. Sögðust ætt­ingjarn­ir telja að líf­færi hefðu verið tek­in úr mann­in­um þegar líki hans var skilað nokkr­um dög­um síðar.

Elisa­bet Borsi­in Bonnier, sendi­herra Svía í Ísra­el, gagn­rýndi grein­ina harðlega á heimasíðu sendi­ráðsins í gær og sagði að þær ásak­an­ir, sem kæmu þar fram væru afar ógeðfelld­ar. Sænska ut­an­rík­is­ráðuneytið vildi í dag ekki tjá sig um um­mæli sendi­herr­ans en í kvöld hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir tals­manni ráðuneyt­is­ins, að sendi­ráðið í Ísra­el hljóti að hafa brugðist við í sam­ræmi við al­menn­ings­álitið í Ísra­el.

Í yf­ir­lýs­ingu ísra­elska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir, að Lie­berm­an hafi falið ráðuneyt­inu að kanna hvort hægt sé að banna full­trúa Aft­on­bla­det að starfa í Ísra­el.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert