Lýsa yfir vonbrigðum með lausn al-Megrahi

Alls létust 270 þegar farþegaflugvél Pan Am var sprengd yfir …
Alls létust 270 þegar farþegaflugvél Pan Am var sprengd yfir bænum Lockerbie í desember árið 1988. Reuters

Bandaríkjastjórn segir það vera miður og mikil vonbrigði að yfirvöld í Skotlandi hafi ákveðið að sleppa dauðvona Líbýumanni, sem var dæmdur í fangelsi fyrir Lockerbie-árásina.

„Bandaríkin lýsa yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun skoskra stjórnvalda að sleppa Abdel Basset Mohamed al-Megrahi,,“ sagði talsmaður Hvíta hússins nokkrum mínútum eftir að greint var frá ákvörðuninni opinberlega. 

„Við viljum votta fjölskyldunum samúð í dag, sem þurfa að lifa án ástvina sinna sem þeir misstu. Við skiljum að slíkur missir er fjölskyldunum varanalegur að eilífu.“

Ríkisstjórn Skotlands velti málinu mikið fyrir sér, þ.e. hvort sleppa ætti al-Megrahi af mannúðarástæðum þar sem hann er dauðvona. Ríkisstjórn Baracks Obama fór hins vegar fram á það að honum yrði haldið í fangelsi.

Megrahi var dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 270 manns þegar flugvél Pan Am var sprengd í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie 21. desember árið 1988.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færði mjög sterk rök fyrir sínu máli, fyrr í þessari viku, þegar hún sagðist vera fulltrúi fjölskyldna fórnarlambanna, sem fyrrum öldungadeildarþingmaður New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert