Búrkustríðið heldur áfram í Danmörku og hefur nú tekið nýja stefnu. Danski þjóðarflokkurinn krefst nú svara af ríkisstjórninni.
Varaformaður Danska þjóðarflokksins vill nú fara í gegnum aðlögunartillögu íhaldssamra og spyrja síðan viðkomandi ráðherra út í það hvort þeir hafi hugsað sér að fara að tillögunum.
Meðal þess sem kemur fram í aðlögunartillögunni er að það skuli ekki vera bænaherbergi í grunnskólum og menntaskólum, að nemendur eigi ekki að fasta, að reka skuli þá sem níðast gróflega á öðrum nemendum vegna trúarbragða úr skóla og síðast en ekki síst: Hvort banna skuli búrkur.
„Okkur finnst þetta vera góðar tillögur,“ segir Peter Skaarup, varaformaður Danska þjóðarflokksins. „En við viljum fá það á hreint hvort þetta er stefna stjórnarinnar. Og ef ráðherrarnir svara því til að tillaga íhaldssamra samrýmist ekki stefnu stjórnarinnar viljum við leggja þær fram á þinginu.“
Skoðun hans er sú að Danir vilji líka fá þetta á hreint: Það er létt að stilla sér upp og blaðra. En kjósendur hafa hins vegar kröfu á að vita hvort tillögurnar verði að einhverju. Hvort það er samhengi milli orða og gjörða hjá Íhaldsflokknum og stjórninni, segir Skaarup.