Gíslataka í Danmörku

Þrír karlmenn tóku tvær konur í gíslingu í verslun í Vanløse í Danmörku í kvöld. Að sögn lögreglu hótuðu mennirnir að skjóta konurnar. Þeir gáfust hins vegar upp skömmu síðar og voru handteknir. Konurnar eru ómeiddar.

Ekki er ljóst hvað mönnunum gekk til en líklegt er þó talið að þeir hafi ætlað að ræna verslunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert