Bandaríkin óttast nýjar hryðjuverkaárásir

Bandaríkjaher segir að allt verði gert til að hindra að …
Bandaríkjaher segir að allt verði gert til að hindra að al-Qaeda geri á ný árás á Bandaríkin. AP

Yf­ir­maður banda­ríska her­ráðsins seg­ir, að hryðju­verka­sam­tök­in al-Qa­eda hafi til að bera vilja og getu til að ráðast á Banda­rík­in. Allt sé hins veg­ar gert til að reyna að hindra að gerð verði önn­ur árás á borð við þá, sem gerð var 11. sept­em­ber 2001.

Mike Mul­len, yf­ir­maður her­ráðsins, sagði í sjón­varpsþætt­in­um Meet the Press á sjón­vars­stöðinni NBC, að stuðning­ur upp­reisn­ar­manna talib­ana í Af­gan­ist­an við al-Qa­eda hafi styrkt sam­tök­in. Þess vegna sé bar­átt­an gegn öfga­mönn­um í Af­gan­ist­an afar mik­il­væg. 

„Ég tel að (ástandið í Af­gan­ist­an) sé al­var­legt og fari versn­andi og ég hef sagt það áður, að upp­reisn talib­ana sé að verða bet­ur skipu­lögð og beitt­ari en áður," sagði Mul­len.

Stuðning­ur meðal banda­rísks al­menn­ings við hernaðaraðgerðirn­ar í Af­gan­ist­an er frek­ar dræm­ur. Könn­un, sem gerð var fyr­ir Washingt­on Post og ABC News fyr­ir skömmu sýndi að 51% lands­manna töldu að stríðið í Af­gan­ist­an væri ekki þess virði að heyja það en 47% sögðust styðja aðgerðirn­ar þar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert