Nær fimm milljónir manna og rúmlegar fjórar milljónir dýra eru án hreins drykkjarvatns í norðurhluta Kína vegna mikilla þurrka.
Samkvæmt yfirvöldum í Kína hefur uppskera á nær 90 þúsundum ferkílómetra eyðilagst eða skemmst af völdum þurrka. Í Liaoning héraðinu hafa ekki verið jafnmiklir þurrkar í 60 ár og þar hefur helmingur ræktaðs lands breyst í eyðimörk.