Segir Norðmenn hata gyðinga

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi flokksins Yisrael Beitenu, er …
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi flokksins Yisrael Beitenu, er afar umdeildur stjórnmálamaður og hann er oft sakaður um lýðskrum. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, Avigdor Lie­berm­an, fór hörðum orðum um Norðmenn í ræðu til stúd­enta í Ariel-há­skóla­miðstöðinni ný­lega, að sögn Af­ten­posten.  Norðmenn minnt­ust þess fyr­ir skömmu að 150 ár voru frá fæðingu Knut Hams­uns og sagði ráðherr­ann þetta sýna að þeir væru gyðinga­hat­ar­ar.

 ,,Ég varð hissa þegar Norðmenn ákváðu að halda hátíðlega 150 ára ártíð Knut Hams­un, manns sem dáði nas­ista," sagði Lie­berm­an. ,,Bók­mennta­verðlaun­in sem hann hlaut 1943 gaf hann Jos­ef Goebbels og í minn­ing­ar­grein um Hitler hrósaði hann hon­um fyr­ir að hafa verið stríðsmaður fyr­ir mann­kynið."

 Hams­un hef­ur lengi verið tal­inn einn af mestu rit­höf­und­um seinni tíma í Evr­ópu og hlaut hann Nó­bels­verðlaun árið 1920. Hann var ávallt mik­ill stuðnings­maður Þýska­lands. Hams­un tók af­stöðu með þeim í seinni heims­styrj­öld og varði inn­rás Hitlers í Nor­eg 1940.

 Eft­ir stríð var réttað yfir Hams­un háöldruðum í Nor­egi sem föður­lands­svik­ara en lækn­ar úr­sk­urðuðu hann geðsjúk­an og var hann á geðsjúkra­húsi um hríð. Hann skrifaði verkið Grón­ar göt­ur eft­ir sjúkra­hús­vist­ina og þykir hún með merk­ari bók­um hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert