Þúsundir flýja skógarelda

Grísk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 10 þúsund manns verði flutt á brott frá úthverfum Aþenu á svæði þar sem skógareldar loga stjórnlaust um 20 km frá miðborginni. Hefur neyðarástandi verið lýst yfir á svæðinu.

Öllum íbúum bæjarins Agios Stefanos, 23 km norður af Aþenu, 10 þúsund að tölu, hefur verið skipað að yfirgefa bæinn en eldarnir hafa nú náð íbúðahverfi.

Fyrr í morgun voru tvö stór barnasjúkrahús rýmd og einnig tjaldsvæði og hús sem eldurinn ógnaði. Íbúar hafa flúið undan eldunum í bílum, á mótorhjólum og fótgangandi en engan hefur sakað.

Eldarnir loga nú á um 40 km breiðu svæðið. Hvasst er og mikill lofthiti eða um 40°C. Þykkan reyk leggur af eldunum og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að berjast við þá með flugvélum.

Eldarnir eru einnig farnir að teygja sig í átt að bænum  Maraþon við austurströndina. Þá segja embættismenn, að hætta sé á að eldarnir nái tveimur 2500 ára gömlum musterisrústum í Rhamnus.  

Íbúar í þorpinu Varnava austur af Aþenu reyna að slökka …
Íbúar í þorpinu Varnava austur af Aþenu reyna að slökka skógareld. Reuters
Flugvélar eru notaðar við slökkvistörfin.
Flugvélar eru notaðar við slökkvistörfin. Reuters
Barist við eldana við þorpið Grammatiko.
Barist við eldana við þorpið Grammatiko. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert