Þúsundir flýja skógarelda

00:00
00:00

Grísk stjórn­völd hafa fyr­ir­skipað að 10 þúsund manns verði flutt á brott frá út­hverf­um Aþenu á svæði þar sem skógar­eld­ar loga stjórn­laust um 20 km frá miðborg­inni. Hef­ur neyðarástandi verið lýst yfir á svæðinu.

Öllum íbú­um bæj­ar­ins Agi­os Stefanos, 23 km norður af Aþenu, 10 þúsund að tölu, hef­ur verið skipað að yf­ir­gefa bæ­inn en eld­arn­ir hafa nú náð íbúðahverfi.

Fyrr í morg­un voru tvö stór barna­sjúkra­hús rýmd og einnig tjaldsvæði og hús sem eld­ur­inn ógnaði. Íbúar hafa flúið und­an eld­un­um í bíl­um, á mótor­hjól­um og fót­gang­andi en eng­an hef­ur sakað.

Eld­arn­ir loga nú á um 40 km breiðu svæðið. Hvasst er og mik­ill loft­hiti eða um 40°C. Þykk­an reyk legg­ur af eld­un­um og ger­ir það slökkviliðsmönn­um erfitt fyr­ir að berj­ast við þá með flug­vél­um.

Eld­arn­ir eru einnig farn­ir að teygja sig í átt að bæn­um  Maraþon við aust­ur­strönd­ina. Þá segja emb­ætt­is­menn, að hætta sé á að eld­arn­ir nái tveim­ur 2500 ára göml­um muster­isrúst­um í Rhamn­us.  

Íbúar í þorpinu Varnava austur af Aþenu reyna að slökka …
Íbúar í þorp­inu Varna­va aust­ur af Aþenu reyna að slökka skógar­eld. Reu­ters
Flugvélar eru notaðar við slökkvistörfin.
Flug­vél­ar eru notaðar við slökkvistörf­in. Reu­ters
Barist við eldana við þorpið Grammatiko.
Bar­ist við eld­ana við þorpið Gramm­ati­ko. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert