Viðskiptavinir mótmæla forstjóranum

Kynning á íslenskum matvælum í Whole Foods Market-keðjunni í Washington, …
Kynning á íslenskum matvælum í Whole Foods Market-keðjunni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. mbl.is/Skapti

Blaðagrein sem John Mackey forstjóri Whole Foods verslunarkeðjunnar skrifaði í Wall Steets Journal hefur valdið því að viðskiptavinir verslunarinnar hafa staðið fyrir mótmælum fyrir utan búðir verslunarinnar í Washington, Maryland, New York og Austin, Texas.

Íslendingar hafa haft talsverð viðskipti við Whole Foods, en þangað hefur verið selt nokkuð af íslensku lambakjöti undanfarin ár. Verslunarkeðjan, sem rekur um 270 búðir í Bandaríkjunum og Bretlandi, leggur áherslu á lífrænar og umhverfisvænar vörur. Fram að þessu hafa frjálslyndir Bandaríkjamenn í millistétt verið duglegir að versla í Whole Foods, en nú hefur forstjóri fyrirtækisins egnt tryggasta hóp viðskiptavina sinna til reiði.

Í greininni í Wall Street Journal lýsir Mackey andstöðu við hugmyndir Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. Í greininni vitnar forstjórinn í Margaréti Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta og segir síðan að Bandaríkjamenn eigi ekki skýlausan rétt á ókeypis heilbrigðisþjónustu, en þetta eru sjónarmið sem flestir viðskiptavinir Whole Foods eru afar ósamála. Til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri efna þeir nú til mótmæla fyrir utan verslanir Whole Foods.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka