Hótuðu að myrða börn fanga

Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september …
Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september 2001. AP

Menn sem stjórnuðu yfirheyrslum í leynilegum fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA hótuðu að drepa börn Khalids Sheikhs Mohammeds, sem sakaður er um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna á Bandaríkinn 11. september 2001.

Í skjölum, sem bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í kvöld og fjalla um leynifangelsi CIA, segir að þeir sem yfirheyrði Mohammed sögðu við hann, að ef um yrði að ræða frekari árásir á Bandaríkin myndu þeir drepa börnin hans. 

Mohammed var í haldi í leynifangelsum CIA til ársins 2006 en þá var hann fluttur í fangabúðir Bandaríkjahers við Guantánamoflóa á Kúbu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert