Íslendingar verðskulda samúð

Í leiðara Volkskrant segir að Íslendingar verðskuldi samúð í Icesave-deilunni.
Í leiðara Volkskrant segir að Íslendingar verðskuldi samúð í Icesave-deilunni.

„Að hver miklu leyti geta 300.000 íbú­ar Íslands bætt fyr­ir mis­gjörðir banka­manna lands­ins?“er spurt í leiðara hol­lenska dag­blaðsins Volkskr­ant. Skuld­irn­ar sem lagðar séu á herðar Íslend­inga verði að taka mið af stærð efna­hags­kerf­is­ins vilji lána­drottn­ar fá borgað.

Upp­hæðirn­ar sem um ræði í Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um nemi 13.000 evr­um á hvern íbúa lands­ins, börn jafnt sem aldraða. Rætt er um Ices­a­ve-samn­ing­ana sem Íslend­ing­ar hafa gert við Hol­lend­inga og Breta þar sem ým­is­legt hafi verið gert til að létta greiðslu­byrði Íslend­inga, m.a. með því að hvorki vext­ir né af­borg­an­ir verði greidd­ar fyrstu sjö árin. „Wou­ter Bos fjár­málaráðherra get­ur því ekki verið sakaður um að hafa gert kyrkj­andi samn­ing við Íslend­inga.“

Þrátt fyr­ir það sé rang­læt­istilfinn­ing ríkj­andi á Íslandi. Íslend­ing­ar beri ekki ábyrgðina á út­rás­ar­æv­in­týr­um banka­manna lands­ins en horfi samt fram á að þurfa að borga stór­ar upp­hæðir vegna þeirra. Málið er því sett í sam­hengi sem hol­lensk­ir les­end­ur geta skilið: „Þetta er eins og ef Hol­lend­ing­ar horfðu upp á að fá 200 millj­arða evra auka­lega í skuld,“ seg­ir m.a. í leiðar­an­um.

„Ísland verðskuld­ar samúð sér mun stærri landa eins og Bret­lands og Hol­lands.“ Slík risa­skuld muni draga úr Íslend­ing­um og tefja veru­lega vinn­una við að koma land­inu á rétt­an kjöl. Álagið verði svo mikið að efna­hags­lífið kikni und­an því og lán­ar­drottn­arn­ir verði því enn lengra frá því að fá greitt það sem þeim beri.

For­send­ur samn­ing­anna séu því ekki raun­hæf­ar sem þýði þó ekki að byrðin skuli lenda á bresk­um og hol­lensk­um skatt­greiðend­um, þeir beri ekki ábyrgð á falli Ices­a­ve. Skulda­byrðin verði hins­veg­ar að taka raun­hæft mið af stærð og getu ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert