Áhrif flensunnar greind

Bandarísk kona bólusett.
Bandarísk kona bólusett. Reuters

Meira en helm­ing­ur þeirra sem lát­ist hafa af völd­um svínaflensu (H1N1) eru ungt fólk á full­orðins­aldri sam­kvæmt niður­stöðum einn­ar fyrstu rann­sókn­ar­inn­ar sem tek­ur sam­an alþjóðleg gögn vegna flens­unn­ar.  

Rann­sókn­in var gerð á and­láti 578 manns frá 28 lönd­um fram í miðjan júlí og leiddi hún einnig í ljós að syk­ur­sýki eða offita ýtir veru­lega und­ir áhætt­una á dauðsfalli af völd­um flens­unn­ar.

Hvorki börn né eldri borg­ar­ar hafa reynst eins viðkvæm­ir gagn­vart vírusn­um og upp­haf­leg­ar skýrsl­ur hafa gefið í skyn. Skýrsl­an var gef­in út af Euros­ur­veill­ance. „Flest dauðsfall­anna (51%) urðu meðal fólks í ald­urs­hópn­um 20-49 ára, en mun­ur­inn er þó tals­verður eft­ir lönd­um eða heims­álf­um,“ seg­ir í skýrsl­unni. Aðeins 12% þeirra sem lét­ust voru komn­ir yfir sex­tugt.

Öll of­an­greind atriði - þ.e. há dán­artíðni meðal ungra full­orðinna og of feits fólks, en ekki meðal barna eða eldri borg­ara - stang­ast á við ein­kenni venju­legr­ar árstíðabund­inn­ar flensu. Yfir 90% þeirra sem lát­ast úr árstíðabund­inni flensu eru 65 ára og eldri.

Sam­eig­in­leg­ur þátt­ur hjá árstíðabundnu flens­unni og svínaflens­unni er há tíðni meðal barns­haf­andi kvenna. Vís­inda­menn­irn­ir lögðu þó áherslu á að enn sé of snemmt að meta end­an­leg áhrif flens­unn­ar af mik­illi ná­kvæmni.

Svínaflens­an kom fyrst upp í Mexí­kó í apríl síðastliðnum og hef­ur síðan ferðast um heim­inn og sýkt hundruð þúsunda en 1.800 manns hafa lát­ist af völd­um flens­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert