Bandarískir hermenn féllu í Afganistan

Bandarískir hermenn sjást hér flytja særðan félaga sem varð fyrir …
Bandarískir hermenn sjást hér flytja særðan félaga sem varð fyrir skoti leyniskyttu Bargematal, sem er í Nuristan-héraði Afganistan Reuters

Fjórir bandarískir hermenn hafa látist í sprengjuárás í suðurhluta Afganistans. Þetta segir talsmaður NATO. Hermennirnir voru við eftirlit á átakasvæði þegar sprengjan sprakk.

Alls hafa 295 hermenn úr hersveitum bandamanna fallið í Afganistan á þessu ári, sem er það blóðugasta frá því Bandaríkin réðist inn í Afganistan til að bola talibönum frá völdum. Í fyrra létust 294 hermenn, að því er segir á fréttavef BBC.

Mannfall úr röðum Bandaríkjahers og NATO-hersveita fjölgar ört. Að minnsta kosti 63 hermenn létust í þessum mánuði, þar af 37 Bandaríkjamenn. Alls hafa 1.340 hermenn fallið frá 2001.

Bandaríkjamenn hafa sent 30.000 manna liðsauka til Afganistans, frá því Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að styrkja ætti hersveitirnar í landinu.

Hann hefur tæplega tvöfaldað fjölda bandarískra hermanna í landinu, en alls eru um 100.000 hermenn á vegum NATO í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert