Vilja að Líbýumenn greiði bætur

Abdel Basset al-Megrahi var ákaft fagnað við komuna til Trípólí.
Abdel Basset al-Megrahi var ákaft fagnað við komuna til Trípólí. Reuters

Ætt­ingj­ar þeirra sem hafa lát­ist í árás­um Írska lýðveld­is­hers­ins (IRA) hafa farið fram á að stjórn­völd í Líb­ýu greiði þeim bæt­ur. Þeir hafa farið fram á þetta í kjöl­far lausn­ar Locker­bie-morðingj­ans.

Þegar átök­in stóðu sem hæst út­veguðu Líb­ý­u­menn IRA vopn og sprengi­efni. Nú vilja fjöl­skyld­ur þeirra sem féllu í árás­um IRA að Líb­ý­u­menn axli ábyrgð.

Þær vilja að leiðtogi lands­ins sýni fram á sömu mannúð og var sýnd Abdel­ba­set Ali Al Megra­hi, sem var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir Locker­bie-árás­ina. Hon­um var sleppt úr skosku fang­elsi í síðustu viku af mannúðarástæðum. Við heim­kom­una til Líb­ýu var hon­um fagnað sem þjóðhetju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert