Vilja að Líbýumenn greiði bætur

Abdel Basset al-Megrahi var ákaft fagnað við komuna til Trípólí.
Abdel Basset al-Megrahi var ákaft fagnað við komuna til Trípólí. Reuters

Ættingjar þeirra sem hafa látist í árásum Írska lýðveldishersins (IRA) hafa farið fram á að stjórnvöld í Líbýu greiði þeim bætur. Þeir hafa farið fram á þetta í kjölfar lausnar Lockerbie-morðingjans.

Þegar átökin stóðu sem hæst útveguðu Líbýumenn IRA vopn og sprengiefni. Nú vilja fjölskyldur þeirra sem féllu í árásum IRA að Líbýumenn axli ábyrgð.

Þær vilja að leiðtogi landsins sýni fram á sömu mannúð og var sýnd Abdelbaset Ali Al Megrahi, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir Lockerbie-árásina. Honum var sleppt úr skosku fangelsi í síðustu viku af mannúðarástæðum. Við heimkomuna til Líbýu var honum fagnað sem þjóðhetju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert