Edward Kennedy látinn

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy er látinn af völdum krabbameins 77 ára að aldri. Hann greindist með illkynja æxli í heila í maí í fyrra. Fjölskylda hans hefur greint frá þessu.

Hann varð öldungadeildarþingmaður Massachusetts árið 1962 þegar hann tók sæti bróður síns, John F. Kennedy, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta. Edward Kennedy var endurkjörinn sjö sinnum.

Hann var áhrifamikill og góður samningamaður. Hann barðist fyrir auknum mannréttindum í hálfa öld, og beitti sér m.a. í málum sem varða heilbrigðis- og menntamál. Þá hafa fáir öldungadeildaþingmenn þjónað jafn lengi á þingi og hann í sögu Bandaríkjanna.

Hann hefur verið dyggur stuðningsmaður Baracks Obama Bandaríkjaforseta.

 Edward Kennedy er sá eini fjögurra bræðra sem lést af náttúrulegum orsökum. Joseph Kennedy lést í flugslysi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá voru þeir John F. Kennedy og Robert F. Kennedy myrtir.


Edward Kennedy.
Edward Kennedy. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert