Ítalir vilja að ESB fordæmi Aftonbladet

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu, Franco Fratt­ini, hef­ur í símaviðtali við ísra­elska dag­blaðið Haaretz lýst því yfir að hann ætli að krefjast þess að Evr­ópu­sam­bandið, ESB, for­dæmi grein í sænska blaðinu Aft­on­bla­det um meinta sölu ísra­elskra her­manna á líf­fær­um úr fölln­um Palestínu­mönn­um.

Fratt­ini, sem er flokks­bróðir Berluscon­is for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, vill að á fundi ut­an­rík­is­ráðherra ESB, sem hald­inn verður í Stokk­hólmi á föstu­dag og laug­ar­dag, verði sam­in álykt­un þar sem hvers kyns gyðinga­hat­ur sé for­dæmt.

Fratt­ini seg­ir í viðtal­inu að hann og Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, hafi á síðasta fundi sín­um verið sam­mála um að ut­an­rík­is­ráðherr­ar ESB eigi að for­dæma gyðinga­hat­ur á fund­in­um í Stokk­hólmi.

Sam­kvæmt frétt á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter kveðst Bildt ekki hafa rætt við ít­alska ut­an­rík­is­ráðherr­ann um ágrein­ing ísra­elskra og sænskra stjórn­valda vegna grein­ar­inn­ar í Aft­on­bla­det.

Sænsk stjórn­völd hafa neitað að for­dæma blaðagrein­ina og vísa í ákvæði í stjórn­ar­skránni um tján­ing­ar­frelsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka