Reykpásur bannaðar

Frá og með 1. maí næst­kom­andi mega op­in­ber­ir starfs­menn hjá Stokk­hólms­borg ekki reykja í vinnu­tím­an­um. Þeir mega hins veg­ar reykja í há­deg­is­hlé­inu þar sem það er ekki greidd­ur vinnu­tími. Hefðbundn­ar reykpás­ur í vinnu­tím­an­um verða sem sagt ekki leyfðar.

Borg­ar­full­trú­inn Eva Samu­els­son seg­ir í viðtali á frétta­vef Dagens Nyheter að bæði aldraðir og for­eldr­ar barna í leik­skól­an­um hafi kvartað und­an reyk­inga­lykt af fatnaði starfs­manna borg­ar­inn­ar.

Að sögn borg­ar­full­trú­ans verður starfs­mönn­um boðið að taka þátt í nám­skeiðum til þess að reyna að hætta að reykja.

Til­lag­an um reyk­bannið verður lögð fram í haust og nýt­ur hún stuðnings meiri­hlut­ans í stjórn borg­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert