Schwarzenegger með bílskúrssölu

Reuters

Hundruð manna sóttu bílskúrssöluna í Sacramento í Kaliforníu sem ríkisstjórinn, Arnold Schwarzenegger, skipulagði um helginga til þess að laga fjárlagahallann. Til sölu var allt frá armbandsúrum, sem gerð voru upptæk hjá þjófum, til gamalla lögreglubíla. Alls seldist varningur fyrir yfir 1,5 milljónir Bandaríkjadala.

Sex hundruð bílar í eigu ríkisins og sex þúsund húsgögn, tölvur og aðrir munir fóru undir hamarinn.

Nokkrir hlutir, eins og leðurjakki sem ríkisstjórinn hafði sjálfur ritað nafn sitt á, voru boðnir upp á eBay og Craigslist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert