Sjö manna fjölskylda bundin og rænd

mbl.is/Scanpix

Tveir hettu­klædd­ir menn bundu og rændu sjö manna fjöl­skyldu í Sørumsand í Nor­egi í morg­un. Ann­ar maður­inn var hand­tek­inn á lest­ar­stöð ná­lægt ránsstaðnum en hins er leitað.

Fjöl­skyld­an býr í íbúð fyr­ir ofan veit­ingastað sem hún rek­ur. Ráðist var á hús­freyj­una þegar hún fór út með ruslið klukk­an 7.30 í morg­un að staðar­tíma. Það var ekki fyrr en klukk­an 8.40 sem ræn­ingjarn­ir yf­ir­gáfu húsið en þá höfðu þeir bundið alla fjöl­skyld­una og rænt. Börn­in eru á aldr­in­um sjö til 17 ára.

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um ránið þrem­ur mín­út­um eft­ir að ræn­ingjarn­ir hurfu á brott og var það eitt barn­anna sem lét vita.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert