Farsímanet í minnsta ríki í heimi

Reuters

Farsímanet var tekið í notkun í dag í Nauru, minnsta óháða ríki í heimi. Þar með hafa öll óháð ríki eigið farsímanet að Páfagarði undanskildum, að því er greint er frá á vefsíðu Elektronik tidningen.

Nauru er í miðju Kyrrahafi, um 40 km sunnan við miðbaug. Eyjan er aðeins 21 ferkílómetri að stærð.

Forseti Nauru, Marcus Stephen, hringdi fyrsta símtalið á fundi með fréttamönnum og hefur forsetinn lýst því yfir að 1. september verði framvegis helgidagur.

Farsímanet var tekið í notkun í N-Kóreu á þessu ári og í Kosovo í fyrra. Enn eru nokkur svæði í heiminum án farsímanets, fyrst og fremst nokkrar eyjar undir stjórn Bretlands, Ástralíu, Nýja Sjálands og Frakklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert