Fjárfesta í kúm

Franskir sparifjáreigendur eru nú margir að taka fé sitt út úr bönkum og fjárfesta þess ís tað í kúm. Ástæðan er sú, að innlánsvextir eru nú afar lágir, eða um 1%, en fjárfesting í kúm getur skilað allt að 5% arði á ári.

Kúakaup eru nú auglýst sem áhættulítil fjárfesting. Hver kú kostar um 1200 evrur, jafnvirði 215 þúsund króna. Kýrnar eru síðan leigðar til bænda og kálfar, sem kýrnar eignast, eru síðan seldir.

Reutersfréttastofan hefur eftir Pierre Marguerit, forstjóra fyrirtækisins Gestel, að þessi viðskipti séu nú afar blómlegt. Fyrirtækið sér um 30 þúsund kýr fyrir hönd 1000 viðskiptavina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka