Olíufyrirtækið Chevron sakar dómara í Ekvador um að hafa þegið mútur. Fyrirtækið hefur verið ákært fyrir umhverfisspjöll og er skaðinn metinn á 27 milljarða dollara.
Chevron hefur afhent yfirvöldum í Ekvador og Bandaríkjunum myndband sem sagt er sýna dómarann ræða sakfellingu yfir Chevron seinna í ár. Maður sem kveðst vera fulltrúi stjórnarflokksins í Ekvador ræðir mútur upp á þrjár milljónir dollara og átti dómarinn að fá þriðjung.