Vígamenn virðast vera þrautþjálfaðir

Bandarískur hermaður fluttur á burt eftir að hafa orðið fyrir …
Bandarískur hermaður fluttur á burt eftir að hafa orðið fyrir skoti leyniskyttu í Afganistan þann 25.ágúst. Reuters

Bandarískir hernaðarsérfræðingar benda nú á það að afganskir vígamenn virðast í auknum mæli vera þrautþjálfaðir úrvalshermenn sem finna sífellt fleiri glufur í hernaðaraðgerðum Nato.

Árið 2009 hefur verið það blóðugasta í Afganistan fyrir herlið Nato síðan 2001 . Margar ástæður eru fyrir þessu en ein sú mikilvægasta er að talibanar eru orðnir mun erfiðari andstæðingar en áður. Þeir eru agaðir og árásir þeirra einkennast af mikilli kunnáttu og þjálfun og eru um margt keimlíkar aðgerðum þeirra bandarísku hermanna sem hafa fengið Ranger þjálfun. Er það blaðið Washington Post sem greinir frá þessu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert