7 daga fangelsi fyrir dúkahníf í bílnum

Lands­rétt­ur í Dan­mörku dæmdi í gær nítj­án ára gaml­an Dana í 7 daga fang­elsi fyr­ir brot á vopna­lög­um lands­ins. Pilt­ur­inn var með tvo dúka­hnífa í bíl sín­um  og full­yrði að hann hafi notað þá við vinnu sína til að opna pappa­kassa. Lögmaður pilts­ins seg­ir að mál­inu verði skotið til hæsta­rétt­ar.

„Ég er orðlaus, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Har­is Cehic við TV2 eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp í gær. 

Hann fékk 3000 króna sekt í héraðsdómi á Fjóni fyrr í sum­ar en sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til lands­rétt­ar.  

„Við erum að nálg­ast Dan­mörk, sem ég get ekki sætt mig við. Þar sem ung­ur pilt­ur er sett­ur í fang­elsi fyr­ir að vera með tvo dúka­hnífa í hólfi í bíl­h­urðinni ásamt öðrum verk­fær­um. Mér líður eins og að ég hafi tekið þátt í sýn­ingu Monty Python í lands­rétti," hef­ur frétta­vef­ur Berl­ingske Tidende eft­ir Klaus Ewald, verj­anda pilts­ins.

Hann seg­ir, að málið sé svo sér­stakt að hæstirétt­ur eigi að taka það upp. 

Málið hófst í maí þegar Cehic ók að diskó­teki í Middelfart til að sækja nokkra vini sína. Að sögn lög­manns­ins hagaði Cehic sér ekki óeðli­lega með nein­um hætti en lög­reglu­menn komu aðvíf­andi og spurðu hvort þeir mættu leita í bíl hans. Hann veitti fús­lega leyfið og lög­reglu­menn­irn­ir fundu dúka­hníf­ana. 

„Halda menn virki­lega að hægt sé að stöðva glæpa­flokka­stríð með því að hand­taka pilta á borð við Har­is Cehic?" spyr lögmaður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert