Dregið hefur úr stuðningi við Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins á Írlandi fyrir komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem var birt í dag.
Stuðningurin hefur minnkað um átta prósentur og mælist hann nú vera 46%. Þá hefur óákveðnum fjölgað. Á meðan helstu stjórnmálaflokkar undirbúa sig fyrir komandi kosningar þann 2. október nk., þá hefur óákveðnum fjölgað um sjö prósentur. Óákveðnir mælast nú vera 25%.
Rúmur fjórðungur (29%) eru andsnúnir sáttmálanum. Hefur þeim fjölgað um eina prósentu frá síðustu könnun, sem var gerð í maí.
Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu 12. júní á síðasta ári þegar 53,4% kjósendanna greiddu atkvæði gegn honum.
Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti öðlast gildi og írska stjórnin hefur samþykkt að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hafa knúið fram nokkrar tilslakanir. Meðal annars fengu Írar því framgengt að þeir héldu sæti sínu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Könnunin birtist á dagblaðinu Irish Times á morgun.