EES nær ekki að fylgja Evrópusambandinu

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Norska rík­is­stjórn­in seg­ir, að fram­kvæmd samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið gangi vel en sendi­herra Nor­egs hjá Evr­ópu­sam­band­inu seg­ir hins veg­ar að sam­bandið þró­ist hratt og Norðmönn­um hafi ekki tek­ist að fylgja þeirri þróun nægi­lega vel eft­ir. Þetta kem­ur fram í norska blaðinu Af­ten­posten.

Blaðið vitn­ar í skýrslu, sem Oda Helen Slet­nes, sendi­herra Nor­egs hjá ESB, skrifaði. Þar komi fram, að ESB sé að þró­ast hratt en EES-samn­ing­ur­inn hafi ekki þró­ast að sama skapi. Þess vegna missi Norðmenn af stöðugt fleiri tæki­fær­um til að gæta hags­muna sinna á ýms­um sviðum. 

Af­ten­posten seg­ir, að þegar Ísland sótti um ESB-aðild í sum­ar hafi Jon­as Gahr  Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, skrifað Carl Bildt, sænsk­um starfs­bróður sín­um bréf, þar sem full­yrt sé að fram­kvæmd EES-samn­ings­ins gangi vel.  En í skýrslu sendi­herr­ans birt­ist önn­ur sýn.

Slet­nes seg­ir, að þar sem Norðmenn séu í raun arkí­tekt­ar EES-samn­ings­ins beri þeim skylda til að tryggja, að samn­ing­ur­inn sé upp­færður í sam­ræmi við þró­un­ina inn­an ESB og skipti áfram máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert