Fundu tæplega hálft tonn af heróíni

Algengt er að reynt sé að smygla fíkniefnum með flutningabílum …
Algengt er að reynt sé að smygla fíkniefnum með flutningabílum frá Asíu til Evrópu. Tyrkland er vinsæll viðkomustaður smyglara.

Tyrkneska lögreglan lagði í dag hald á 473 kíló af heróíni við landamæri Tyrklands og Búlgaríu.

Fíkniefnahundur fann heróínið í bílnum við landamæraeftirlit í bænum Kapikule. Bíllinn var á leið til Þýskalands og er talið að selja hafi átt heróínið þar.

Söluverðmæti fíkniefnanna er talið nema 9,4 milljónum dollara, jafnvirði tæplega 1.200 milljóna íslenskra króna. Bílstjóri flutningabílsins er í haldi en lögregla leitar vitorðsmanna hans.

Fíkniefnasmyglarar fara gjarnan gegnum Tyrkland á leið sinni með fíkniefni frá Asíu til Evrópu. Sama er að segja um þá sem stunda mansal, leið þeirra liggur gjarnan gegnum Tyrkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert