Fundu tæplega hálft tonn af heróíni

Algengt er að reynt sé að smygla fíkniefnum með flutningabílum …
Algengt er að reynt sé að smygla fíkniefnum með flutningabílum frá Asíu til Evrópu. Tyrkland er vinsæll viðkomustaður smyglara.

Tyrk­neska lög­regl­an lagði í dag hald á 473 kíló af heróíni við landa­mæri Tyrk­lands og Búlgaríu.

Fíkni­efna­hund­ur fann heróínið í bíln­um við landa­mæra­eft­ir­lit í bæn­um Kapikule. Bíll­inn var á leið til Þýska­lands og er talið að selja hafi átt heróínið þar.

Sölu­verðmæti fíkni­efn­anna er talið nema 9,4 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði tæp­lega 1.200 millj­óna ís­lenskra króna. Bíl­stjóri flutn­inga­bíls­ins er í haldi en lög­regla leit­ar vitorðsmanna hans.

Fíkni­efna­smygl­ar­ar fara gjarn­an gegn­um Tyrk­land á leið sinni með fíkni­efni frá Asíu til Evr­ópu. Sama er að segja um þá sem stunda man­sal, leið þeirra ligg­ur gjarn­an gegn­um Tyrk­land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert