Hælisleitendurnir 17, sem vísað var frá Danmörku og héldu til á flugvelli í Bagdad í nótt af ótta við handtöku, eru nú á leið til norðurhluta Íraks þar sem þeir ætla að reyna að fela sig með aðstoð fjölskyldu og vina.
Þetta kemur fram á fréttavefnum berlingske.dk sem vitnar í talsmann kirkjulegs stuðningshóps. Alls voru 22 Írakar fluttir frá Danmörku í gær samkvæmt samkomulagi við yfirvöld í Írak. Fimm Írakanna voru handteknir eftir að danskir fylgdarmenn þeirra voru farnir.
Hinir 17 tóku flug til norðurhluta Íraks beint frá flugvellinum í Bagdad.