Mega ekki yfirgefa Afganistan

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters

Æðstu yfirmenn Bandaríkjahers reyndu í dag að sannfæra stríðsþreyttan almenning í landinu um að hernaðaráætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Afganistan sé að skila árangri. Þeir segja að hermennirnir verði að vera í landinu ætli menn sér að sigra al-Qaeda hryðjuverkasamtökin.

„Við höfum takmarkaðan tíma til að sýna fram á þetta er að virka,“ sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að stuðningur við stríðið í Afganistan fari minnkandi.

Gates segir stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Hann telur hins vegar að Bandaríkin séu á réttri leið.

Michael Mullen, aðmíráll og forseti bandaríska herráðsins, segir að ekki verði hægt að sigra al-Qaeda ef bandarískir hermenn verða kallaðir heim frá Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert