Dansk-íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson er á meðal 100 danskra listamanna sem hyggjast safna fé fyrir íraska flóttamenn, sem hefur vísað úr landi í Danmörku. Listamennirnir ætla að halda sýningu og uppboð. Allur ágóðinn mun renna til flóttamannanna.
Auk Ólafs munu listamenn á borð við Bjørn Nørgaard, John Kørner, Das Beckwerk, Husk Mit Navn, Jeppe Hein, Kirstine Roepstorff, Jytte Rex, Ingen Frygt og Superflex taka þátt. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende.
Sýningin opnar 10. september nk. og stendur til 21. september en hún verður haldin í Høkerboderne á Vesterbro.