Foreldrar andvígir ræðu Obama í skólum

Reuters

Íhaldssamir bandarískir foreldrar mótmæla fyrirhugaðri ræðu Obama Bandaríkjaforseta í skóla í Virginíu á þriðjudaginn. Ræðan verður send beint um netið og geta nemendur í öllum skólum Bandaríkjanna hlustað á forsetann sem hyggst ræða um mikilvægi menntunar.

Formaður repúblikanaflokksins í Flórída, Jim Greer, kveðst hneykslaður á því að fé skattgreiðenda skuli varið til þess að koma á framfæri sósíalískri hugmyndafræði Obama.

Samkvæmt frétt í New York Times telja kennarar og skólastjórar í mörgum ríkjum Bandaríkjanna sig vera á milli steins og sleggju. Leyfi þeir börnunum að hlusta á forsetann geti þeir verið sakaðir um að taka þátt í sósíalísku samsæri. Banni þeir börnunum að hlusta geti aðrir sakað þá um að ritskoða sjálfan forseta Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka