Gengið gegn Hugo Chavez

Þúsundir manna víðsvegar um heiminn tóku þátt í mótmælum gegn Hugo Chavez, forseta Venesúela, í dag. Mótmælt var í Kólumbíu, víða um Evrópu, Norður-Ameríku og í höfuðborg Venesúela, Caracas, en þar tóku hundruð þátt í mótmælunum og hvöttu Chavez til þess að segja af sér. Á sama tíma annars staðar í borginni komu hins vegar hundruð stuðningsmanna forsetans saman til þess að styðja hann.

Mótmælt var í yfir tuttugu borgum Kólumbíu og eins var mótmælt í borgunum Brussel, París, Madrid, Hamborg, New York og Toronto.

Frá mótmælum í Bogota í Kólumbía
Frá mótmælum í Bogota í Kólumbía Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert