Mótmælendum nauðgað í fangelsum

Mótmæli í Teheran í Íran.
Mótmæli í Teheran í Íran. Reuters

Tveir af for­setafram­bjóðend­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Íran segja að marg­ir þeirra sem fang­elsaðir voru vegna mót­mæla gegn kosn­inga­úr­slit­un­um hafi ekki bara sætt of­beldi, held­ur hafi þeim einnig verið nauðgað.

Sá fram­bjóðandi sem kveðst raun­veru­leg­ur sig­ur­veg­ari, Moussavi, hvatti þá sem fang­elsaðir voru til þess að greina frá því hvað gerst hefði inn­an veggja fang­els­is­ins. Yfir 400, bæði kon­ur og karl­ar, hafa skrifað og sagt frá því að þeim hafi verið nauðgað.

Ann­ar for­setafram­bjóðandi, Mehdi Karrou­bi, kveðst hafa sann­an­ir fyr­ir því að nauðgan­ir séu al­geng­ar í fang­els­um í Íran.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa kraf­ist þess að stjórn­völd láti óháða aðila rann­saka málið.

Talsmaður ír­anska þings­ins kveðst hafa rann­sakað málið og vís­ar öll­um ásök­un­um um nauðgan­ir á bug.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert