Mótmælendum nauðgað í fangelsum

Mótmæli í Teheran í Íran.
Mótmæli í Teheran í Íran. Reuters

Tveir af forsetaframbjóðendum stjórnarandstöðunnar í Íran segja að margir þeirra sem fangelsaðir voru vegna mótmæla gegn kosningaúrslitunum hafi ekki bara sætt ofbeldi, heldur hafi þeim einnig verið nauðgað.

Sá frambjóðandi sem kveðst raunverulegur sigurvegari, Moussavi, hvatti þá sem fangelsaðir voru til þess að greina frá því hvað gerst hefði innan veggja fangelsisins. Yfir 400, bæði konur og karlar, hafa skrifað og sagt frá því að þeim hafi verið nauðgað.

Annar forsetaframbjóðandi, Mehdi Karroubi, kveðst hafa sannanir fyrir því að nauðganir séu algengar í fangelsum í Íran.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist þess að stjórnvöld láti óháða aðila rannsaka málið.

Talsmaður íranska þingsins kveðst hafa rannsakað málið og vísar öllum ásökunum um nauðganir á bug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert