Óttast kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Kim Jong-il (þriðji frá vinstri), leiðtogi N-Kóreu, sést hér ásamt …
Kim Jong-il (þriðji frá vinstri), leiðtogi N-Kóreu, sést hér ásamt embættismönnum er hann heimsótti nýverið verksmiðju í landinu. Reuters

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur greint frá því að þarlendum yfirvöldum hafi tekist að komast á lokastig auðgunar á úrani. Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að hún hafi miklar áhyggjur af þessari þróun, og að N-Kóreumenn séu að jafnframt að smíða plútonvopn.

Með því að auðga úran búa Norður-Kóreumenn nú yfir tveimur aðferðum til að  smíða til kjarnorkusprengjur. Ríkisfréttastofan KCNA segir að einnig sé unnið að því að búa til vopn úr plútoni.

Sameinuðu þjóðirnar beittu N-Kóreu harðari refsiaðgerðum, en áður hefur verið gert, í kjölfar kjarnorkutilrauna þeirra í maí sl.

Talið er að N-Kóreumenn hafi notað plúton í þeirri tilraun og annarri tilraun, sem var framkvæmd árið 2006.

Það veldur áhyggjum að það er auðveldlega hægt að fela ferlið sem felst í því að auðga úran. Þá á Norður-Kóre gnótt af hráefnum til slíkrar vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert