Borgarar meðal látinna

Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. …
Afganska lögreglan rannsakar bensínbílana sem varpað var sprengju á sl. föstudag. STRINGER/AFGHANISTAN

Yf­ir­maður her­sveita Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Af­gan­ist­an, Stanley McChrystal, hef­ur staðfest að óbreytt­ir borg­ar­ar hafi verið meðal þeirra sem fór­ust í loft­árás NATO á norður­hluta Af­gan­ist­ans á föstu­dag. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ya­hoo í dag. 

Talið er að minnst 90 manns hafi far­ist þegar orr­ustuþota Atlants­hafs­banda­lags­ins varpaði sprengju á tvo bens­ín­flutn­inga­bíla sem Taliban­ar höfðu stolið. Talsmaður NATO hafði áður sagt að um 40 Taliban­ar hafi far­ist í árás­inni en eng­ir al­menn­ir borg­ar­ar.

Stanley McChrystal, yf­ir­maður her­sveita NATO, heim­sótti nú um helg­ina sjúkra­hús þar gert er að sár­um þeirra sem særðust í loft­árás­inni. Hann ræddi m.a. við tíu ára strák sem slasast hafði bæði á hand­leggj­um og fót­leggj­um í slys­inu.

Afganskur læknir hugar að einum hinna særðra.
Af­gansk­ur lækn­ir hug­ar að ein­um hinna særðra. OMAR SOBHANI
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert