Ferja sökk með yfir 960 farþega

Unnið er að björgun farþega sem voru um borð í ferju á Filippseyjum sem sökk í nótt. Yfir 960 manns voru um borð í Supeferry 9 og hefur tekist að bjarga 867 heilum á húfi. Þrír eru látnir og óttast er um rúmlega áttatíu manns. Ferjan var úti fyrir Zamboanga skaga þegar hún byrjaði að sökkva, samkvæmt frétt BBC.

Áhöfn ferjunnar sendi  strax út hjálparbeiðni og að sögn varnarmálaráðherra Filippseyja, hefur það hjálpað hjálparstarfi hversu gott veður er á þessum slóðum. Jafnframt skipti miklu hve mörg skip voru í nágrenninu og komu þau ferjunni strax til aðstoðar.

Alls voru 847 farþegar um borð í Superferry 9 og 117 manna áhöfn en hún var á leið frá General Santos til Ilioilo.
Ferjan sem sökk í nótt
Ferjan sem sökk í nótt Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert