Ísraelar hyggjast stækka landnemabyggðir

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Reuters

Ísraelsstjórn hefur lagt blessun sína yfir áætlanir Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra landsins, að byggja ný hverfi á Vesturbakkanum, þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjanna.

Talið er að um 700 íbúðir verði byggðar á landnemabyggðum gyðinga, að því er segir á vef BBC.

Á föstudag hvatti Bandaríkjastjórn Ísraela til að hætta við allar framkvæmdir á Vesturbakkanum, svo menn gætu einbeitt sér að því að stuðla að friði á meðal stríðandi fylkinga.

Talsmaður palestínsku Hamas-samtakanna segir að Barack Obama Bandaríkjaforseta hafi mistekist hvað varðar friðarviðræðurnar.

Um hálf milljón gyðinga býr í rúmlega 100 landnemabyggðum, sem hafa verið reistar frá því Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Skv. alþjóðalögum er um ólöglegar byggðir að ræða. Ísraelar halda hins vegar öðru fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka