Lifði af 60 metra fall

Gera má ráð fyrir því að bifreiðin sé ónýt eftir …
Gera má ráð fyrir því að bifreiðin sé ónýt eftir 60 metra fall. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Bresk­ur ökumaður komst lífs af eft­ir að hann ók bif­reiðinni sinni fram af kletti í norður­hluta Devon í morg­un. Fallið var um 60 metr­ar. Talsmaður bresku land­helg­is­gæsl­unn­ar seg­ir að það sé krafta­verk að ökumaður­inn skuli vera á lífi.

Hann var flutt­ur með þyrlu á sjúkra­hús um kl. fimm í morg­un að bresk­um tíma. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikið maður­inn slasaðist.

Gæslu­menn frá Sw­an­sea segj­ast ekki vita hvers vegna bif­reiðin fór fram af klett­in­um. Það sé hins veg­ar kraft­verk að maður­inn hafi verið á lífi og að hann hafi getað talað við björg­un­ar­menn á vett­vangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert