Ráðstefna um málefni Afganistans

Angela Merkel tók á móti Gordon Brown í Berlín í …
Angela Merkel tók á móti Gordon Brown í Berlín í dag. Reuters

Fjallað verður um neyðarástandið í Af­gan­ist­an á alþjóðlegri ráðstefnu sem verður hald­in fyr­ir árs­lok. Þetta segja Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Þar verða Af­gan­ar jafn­framt hvatt­ir til að axla meiri ábyrgð.

Bret­ar, Frakk­ar og Þjóðverj­ar eiga frum­kvæði að því að ráðstefn­an verður hald­in, með stuðningi Banda­ríkj­anna. Merkel greindi frá þessu áður en hún átti fund með Brown, sem er nú í op­in­berri heim­sókn í Þýskalandi.

Merkel seg­ir að til­gang­ur ráðstefn­unn­ar verði m.a. að hjálpa Af­gön­um að axla meiri ábyrgð, og stuðla að auknu ör­yggi í land­inu, betri stjórn­ar­hátt­um og vinna að þró­un­ar­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert