Barak samþykkir 366 byggingar

Ehud Barak, varnarmálaráðuherra Ísraels, með George Mitchell, sendimanni Bandaríkjastjórnar í …
Ehud Barak, varnarmálaráðuherra Ísraels, með George Mitchell, sendimanni Bandaríkjastjórnar í Miðausturlöndum, sem lagt hefur mikla áherslu á frystingu uppbyggingar landnemabyggða. Reuters

Varnarmálaráðuneyti Ísraels tilkynnti í morgun að Ehud Barak, varnarmálaráðherra landsins, hefur staðfest ákvörðun Ísraelsstjórnar um heilmild til 366 bygginga í landnemabyggðum gyðinga á Vesturbakkanum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Um er að ræða fyrstu samþykkt ísraelskra yfirvalda á byggingum í landnemabyggðum gyðinga á Vesturbakkanum frá því ríkisstjórn Benjamin Netanhyahu tók við völdum í landinu í mars.  

Um er að ræða uppbyggingu innan eldri landnemabyggða, sem Ísraelar vilja halda jafnvel þótt samkomulag náist á milli þeirra og Palestínumanna.

Ísraelar hafa verið undir miklum þrýstingi frá ríkisstjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að frysta alla uppbyggingu á landnemabyggðum en Palestínumenn hafa sett það sem skilyrði fyrir því að hefja friðarviðræður við Ísraela að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert