Hægriflokkum spáð sigri í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda. Reuters

Útlit er fyr­ir að hægri­flokk­arn­ir í Nor­egi fái meiri­hluta á þingi lands­ins í kosn­ing­um  í næstu viku, ef marka má tvær skoðanakann­an­ir sem birt­ar voru í dag.

Í báðum könn­un­un­um er hægri­flokk­un­um spáð 89 þing­sæt­um af 169. Í könn­un sem sjón­varps­stöðin TV2 birti í lok ág­úst var vinstri­flokk­un­um spáð naum­um meiri­hluta, eða 82 sæt­um.

Könn­un sem Nati­on­en og Klassekam­pen birtu í dag bend­ir til þess að Verka­manna­flokk­ur­inn fái 33,3% fylgi, Fram­fara­flokk­ur­inn 24,8% og Hægri­flokk­ur­inn 14,9%. Fylgi flokk­anna er svipað í könn­un sem blaðið VG birti í dag.

Útlit er því fyr­ir að stjórn Verka­manna­flokks­ins, Sósíal­íska vinstri­flokks­ins og Miðflokks­ins missi meiri­hluta sinn í kosn­ing­un­um á þriðju­dag­inn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert