Hægriflokkum spáð sigri í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda. Reuters

Útlit er fyrir að hægriflokkarnir í Noregi fái meirihluta á þingi landsins í kosningum  í næstu viku, ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar voru í dag.

Í báðum könnununum er hægriflokkunum spáð 89 þingsætum af 169. Í könnun sem sjónvarpsstöðin TV2 birti í lok ágúst var vinstriflokkunum spáð naumum meirihluta, eða 82 sætum.

Könnun sem Nationen og Klassekampen birtu í dag bendir til þess að Verkamannaflokkurinn fái 33,3% fylgi, Framfaraflokkurinn 24,8% og Hægriflokkurinn 14,9%. Fylgi flokkanna er svipað í könnun sem blaðið VG birti í dag.

Útlit er því fyrir að stjórn Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins missi meirihluta sinn í kosningunum á þriðjudaginn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert